02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1588)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Forseti (EÁrna) :

Það er líkt ástatt um þetta mál og málið næst á undan. Að vísu er hér um óklofna n. að ræða, þótt till. hafi komið fram frá einum nm., en þó er á að líta, að t. d. einn af hinum nm., hv. 9. landsk., er heldur ekki hér viðstaddur, en hann hefir skrifað undir nál. með þeim fyrirvara, að hann muni e. t. v. flytja brtt. eða geti verið með öðrum brtt. Ég tek þetta fram af því, að tveir nm. eru ekki mættir; þeir hafa báðir boðað forföll vegna lasleika. Þar sem ég er ekki viss um, þótt byrjað verði á umr., að það flýti verulega fyrir, mun ég gera hið sama og við fyrra málið, taka það af dagskrá í dag, en taka það aftur á dagskrá á morgun, og þá væntanlega ekki sjá mér fært að fresta því lengur.