03.12.1937
Efri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1590)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánason) :

Ég var búinn að geta þess í gær í umr. um dagskrá, að fjhn. hefir tekið mál þetta til meðferðar og mælir með því, að það sé samþ. eins og nál. 221 ber með sér, en einstakir nm. áskilja sér þó rétt til þess að koma fram með brtt. við frv. hver í sinu lagi eða að vera með þeim brtt., er fram kunna að koma.

Nú eru ýmsar brtt. komnar fram við frv., þar á meðal frá einum nm., hv. 1. þm. Reykv., en n. sem slík hefir ekki athugað hana, og hefi ég því ekkert um hana að segja fyrir n. hönd. Ég vil geta þess, að ein till. á þskj. 223, sem er aðeins leiðrétting, er eiginlega frá n., þó n. hafi ekki borið hana fram.