04.12.1937
Efri deild: 42. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1227 í B-deild Alþingistíðinda. (1602)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Ég gat um það í upphafi þessarar umr., að fjhn. hefði ekki getað athugað þær brtt. allar, sem komnar voru fram í byrjun umr., og síðan hafa tvær brtt. bætzt við. Ég get því tekið undir það, sem hæstv. fjmrh. benti á síðast í ræðu sinni, að ekki væri óeðlilegt, þó allar brtt. yrðu teknar aftur til 3. umr., svo n. ætti kost á því að taka þær til athugunar. Skýt ég þessu til hv. flm. tillagnanna, þó ekki svo að skilja, að ég sé að biðja þá að taka till. aftur eða að í orðum mínum felist nokkurt fyrirheit um, að n. fallist á brtt. — Ég hefi svo ekki annað um þetta að segja,fyrr en ég heyri, hversu þessari uppástungu er tekið.