13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

63. mál, gjaldeyrisverzlun o. fl.

*Magnús Jónsson:

Hv. frsm. sýndi mér samkomulagstill. sína varðandi gjaldeyri til utanfara, og mér þykir hún betri en ákvæði frv. Hún hefir einkum dregið talsvert úr því, hvað menn eru ófrjálsir ferða sinna samkv. frv. Að ekki mátti setja mönnum farseðil, nema þeir sýndu vissar skýrslur, setti áþolandi ófrelsismark á alla þjóðina og var enda alveg óþarft ákvæði. Þetta er numið burt í till. hv. frsm., án þess þó, að tekinn sé úr frv. að öðru leyti sé hemill, sem það leggur á utanferðir landsmanna. Ég gat ekki fallizt fullkomlega á till. og vildi því ekki heldur taka aftur mína brtt. Ég býst við, að mín till. komi fyrr til atkv., þar sem hún gengur lengra.