15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (1648)

Afgreiðsla þingmála

*forseti (JörB):

Þess hefir verið óskað af hálfu nokkurra fundarmanna, að lokið yrði við að koma tveimur málum til Ed. í kvöld, sem aðeins eiga eftir 3. umr. og hafa verið ágreiningslaus. Þau eru um hafnargerðir, og vildi ég verða við þessum tilmælum og vænti þess, að hv. þdm. geti fallizt á það. Mundi ég þá taka málin, sem nú eru á dagskrá, út af dagskrá, en setja fund samstundis til þess að afgreiða þessi mál, og e. t. v. taka einhver fleiri á dagskrá, til þess að flýta fyrir störfum. Fyrst enginn mælir þessu í gegn, tek ég þessi út af dagskrá: 3., 4. og 9. mál.