12.11.1937
Sameinað þing: 6. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1657)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti! Kjörbréfanefnd hefir eftir beiðni forseta haft til athugunar þau kjörgögn, sem lúta að kosningu þess varamanns, sem samkv. beiðni hv. 4. þm. Reykv. á að taka sæti í hans stað á Alþ. Þessi þm., sem hefir fengið kjörbréf sem 2. varaþm. fyrir Sjálfstfl. í Reykjavík, Jóhann G. Möller, verður talinn 1. varaþm. flokksins, með því að sá ákveðni 1. varaþm., sem nú er 2. landsk., Guðrún Lárusdóttir, á fast þingsæti.

Kjörbréfanefnd hefir athugað kjörgögn og þar með kjörbréf þessa varamanns og hefir ekkert fundið við þau að athuga, og leggur því til, að kosning hans sé tekin gild.