27.11.1937
Sameinað þing: 8. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti! Kjörbréfanefnd Alþingis hefir orðið við tilmælam hæstv. forseta um að athuga kjörbréf varaþingmanns, Árna Jónssonar frá Múla, sem farið hefir verið fram á, að taki sæti á Alþingi um stundarsakir, í forföllum hv. 9. landsk., sem er veikur. Fyrir n. lá að vísu ekki kjörbréfið sjálft, heldur aðeins skýrsla frá landskjörstjórn, þar sem Árni Jónsson er talinn annar landsk. varamaður fyrir Sjálfstfl. Þar sem vitað er, að Eiríkur Einarsson er fyrsti varamaður flokksins og hefir þegar tekið sæti hér á Alþingi, þykir n. augljóst, að Árni Jónsson eigi rétt á sæti hv. 9. landsk., og leggur til, að kjörbréf hans verði gilt tekið. Mun varaþingmaður skila kjörbréfinu við tækifæri.