30.10.1937
Efri deild: 15. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

Þingvíti

Jón Baldvinsson:

Hv. þm. er hér á röngum vettvangi, því að það er í Sþ., sem umr. eiga að fara fram um þetta, ef þær teljast nauðsynlegar, en ekki hér í deildinni. Ég mun því fáu svara hv. þm. í þetta sinn.

Ef hv. þm. hefði viljað vera varkár, þá hefði hann getað annaðhvort spurt skrifstofu Alþ. eða þá hitt, sem hefði verið réttast, að hann hefði beðið forseta þessarar d. að sækja um leyfi fyrir sig. Annars er þetta ekki vettvangur til að ræða þetta mál á. — Ég sé, að einn hv. þm. hefir kvatt sér hljóðs, og þykist ég vita, að hann muni ætla að tala um þetta sama. Ég skal ekki lengja þessar umr. Af því að ég þykist vita, hvað hv. þm. muni ætla að segja, þá getur þetta einnig verið svar við því, sem hann kann að segja.