30.10.1937
Efri deild: 15. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

Þingvíti

Jón Baldvinsson:

Það eru aðeins nokkur orð til hv. 6. landsk. Mér þykir leitt að þurfa að vera að margsvara honum þessu sína. Hv. þm. virðist alls ekki hafa haft hugmynd um það, þegar hann fór úr bænum, að til væri nokkuð það, sem héti Sþ. Þykir mér þetta kynlegt, þar sem hann hefir átt sæti á þingi í þó þetta mörg ár. En ég vil fræða hann á því, að það er til nokkuð, sem heitir Sþ., og það kemur stundum fyrir, að haldnir eru þar fundir. Ég skal benda hv, þm. á það, að þegar hann biður forseta sinnar d. um leyfi til fjarveru, þá ætti það að vera nægilegt fyrir hann að geta þess við hann um leið, að ef til kæmi, að fundur yrði í Sþ., þá tilkynnti forseti í fjarveru viðkomandi þm. til forseta Sþ. — Þá þykist ég hafa frætt hv. þm. um það, hvernig þeir eiga að haga sér, ef þeir þurfa að fá fararleyfl. Hv. þm. hefir ekki verið settur í þingvíti, heldur hefir aðeins verið etið um það, að hann hafi verið fjarverandi. Ég vænti þess svo, að næst þegar hv. 6. landsk. þarf að bregða sér úr bænum, þá þurfi honum ekki að verða nein skyssa á í þessu.