22.12.1937
Sameinað þing: 21. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (1712)

Þinglausnir

forseti (JBald) :

Ég mun gefa yfirlit yfir störf þingsins :

Þingið hefir staðið frá 9. okt. til 22. des., eða samtals 75 daga.

Þ i n g f u n d i r hafa verið haldnir:

Í neðri deild .............. 59

— efri deild ................ 56

— samelnuðu þingi ......... 21

Alls 136 þingfundir

Þ i n g m á l og úrslit þeirra:

l. Lagsfrumvörp:

1. Stjórnarfrumvörp:

a. lögð fyrir neðri deild ......... 2

b. — – efri deild ........... 3

c. — — sameinað þing ...... 3

- 8

2. Þingmannafrumvörp:

a. borin fram í neðri deild ...... 72

b. borin fram í efri deild ........ 28

– 100

– 108

Þar af :

a. Afgreidd sem lög:

stjórnarfrumvörp ..... 8

þingmannafrumvörp .. 39

- alls 47 lög

b. Afgr. með rökstuddri dagskrá:

þingmannafrumvörp ..

c. Ekki útrædd:

þingmannafrumvörp 57

108

II. Þingsályktunartillögur:

a. bornar fram í neðri deild .... 8

b. — — efri deild ..... 6

e. – — samein. þingi . 19

- 33

Þar af :

a. þingsályktanir afgr. til stjórnarinnar:

1. ályktanir Alþingis ........ 10

2. ályktanir neðri deildar .... 4

3. ályktanir efri deildar ...... 9

- alls 18

b. afgr. með rökstuddri dagskrá ...... 1

c. vísað til stjórnarinnar .............. 1

d. visað frá meðferð í þingdeild ...... 1

e. ekki útræddar ...................... 12

33

III. Fyrirspurnir:

a. borin fram í neðri deild ............ 1

b. — efri deild ............. 1

Báðum svarað. — 2

Mál til meðferðar í þinginu alls .......... 143

Störfum þessa Alþingis er nú lokið. Það er 52. löggjafarþing frá því er Alþingi var endurreist, en 1007 ár eru liðin frá því Alþingi var sett á stofn.

Löggjafarstarfsemi Alþingis hefir að þessu sinni, eins og undanfarin þing, mótazt af hinu erfiða ásigkomulagi hjá atvinnuvegum þjóðarinnar. Landbúnaðurinn hefir orðið fyrir feikna tjóni sökum hinnar skæðu fjárpestar, sem geisar um allmikinn hluta landsins. Þá hefir á síðastliðinni vetrarvertið verið meiri aflabrestur en dæmi eru til um mjög mörg undanfarin ár, og hefir leitt af því stórtap fyrir sjómenn og útgerðarmenn, og orðið til að auka stórlega á atvinnuleysið, sérstaklega í héruðum á Suður- og Vesturlandi, sem mestmegnis eiga afkomu sína undir þorskveiðunum.

Á þessu Alþingi hafa verið teknar upp fjárveitingar, er nema talsvert á aðra millj. króna, til þess annarsvegar að bæta tjón af völdum fjárpestarinnar og til að hefta útbreiðslu hennar, og hinsvegar ýmsar fjárveitingar beint og óbeint til stuðnings sjávarútveginum, og hefir aðallega í þessu skyni orðið að íþyngja landsfólkinu með hækkun á sköttum og tollum.

Þótt þannig sé ískyggilegt ástand framundan fyrir þessa atvinnuvegi, þá má geta þess, að síldveiðarnar á síðastliðnu sumri gáfu landsmönnum stórkostlega meiri arð og atvinnu en nokkru sinni fyrr, og festa menn vonir til þess, að sá atvinnuvegur geti í framtíðinni orðið mikil lyftistöng fyrir afkomu þjóðarinnar, og hefir það opnað augu margra fyrir þeim mikla auði, sem fólginn er í hafinu kringum strendur landsins. Þá hefir á síðari árum aukizt trúin á það, að einnig í landinu sjálfu séu ónotaðar auðsuppsprettur, sem með rannsóknum og vaxandi þekkingu á landi voru geti orðið heilladrjúgar lýð og landi.

Auðvitað eru misjafnar skoðanir á löggjafarstarfsemi þessa þings, eins og svo oft áður, en það eru vafalaust óskir allra, að störf þingsins megi jafnan verða til gagns og nytsemdar þjóð vorri.

Ég óska alþingismönnum þeim, er heima eiga utan Reykjavíkur, góðrar ferðar og farsællegrar heimkomu, og öllum gleðilegra hátíða og að við megum hittast heilir á næsta Alþingi.