22.10.1937
Neðri deild: 8. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (1825)

16. mál, vinnudeilur

Flm. (Thor Thors):

Það eru aðeins nokkur orð í ræðum hv. andmælenda frv., sem ég þarf að tala um. Hv. 5. þm. Reykv. vildi enn halda því fram, að þetta frv. eigi að brjóta niður verkfallsrétt verkamanna. Hann þarf ekki annað en lesa frv. til að sjá, að hann fer með rangt mái. Verkfallsrétturinn er látinn haldast; það er aðeins reynt að fresta og koma í veg fyrir misbeiting hans, en það þarf á engan hátt að verða til þess, að verkfall nái ekki tilgangi sínum. Þeir forsprakkar, sem vildu koma fram verkfalli, yrðu aðeins að taka það ráð í tíma.

Það er ennfremur rangt, að þetta sé á nokkurn hátt til þess að rýra vald verkamannasamtakanna. Þvert á móti. Verkamannasamtökin eru hér gerð aðili í öllum sínum málum. Í 2. gr. frv. er ákveðið, að et vinnuveitandi og verkamaður gera vinnusamning, sem er í ósamræmi við samning milli vinnuveitenda- og verklýðsfélaga, sem þeir eru meðlimir í, þá sé slíkur samningur ógildur. M. ö. o.: Allur samningarétturinn er í höndum hinna tveggja aðilja, — eins og nú er.

Hv. 3. þm. Reykv. sagði, að A1þfl. og Kommfl. stæðu saman gegn þessu frv. af eðlilegum og sjálfsögðum ástæðum. Hann ætti að líta á, hvernig þetta er á öðrum Norðurlöndum, þar sem sósíalistar hafa einmitt komið á samskonar löggjöf, en kommúnistar barizt á móti, eins og hv. 3. þm. Reykv. hér. Það er algerlega einsdæmi hér, ef Alþfl. vill standa við hlið kommúnista í þessu máli.

Hv. 5. þm. Reykv. vildi láta í það skína, að kommúnistar reyndu sem lengst að forðast verkföll með öllu því böli, sem þau færa verkamönnunum, forðast klæðleysið, sultinn, kuldann og myrkrið og allt þetta, sem hann sýndi með mörgum fögrum orðum, að leiddi af verkföllum. Þetta ætti reynslan að skýra bezt.

Það er rétt, að það eru verkamennirnir, sem færa þessar fórnir. Af því að okkur flm. þessa frv. var það fyllilega ljóst, fundum við okkur knúða til að krefjast með frv. ráðstafana, sem vernda verkamenn fyrir því að þurfa að færa slíkar fórnir. Hv. 5. þm. Reykv. sagði, að vinnuveitendur gætu látið fara vel um sig þrátt fyrir verkföll. Eru ekki til aðrir menn, sem geta látið fara vel um sig, meðan yfir standa verkföll? Skortir forsprakkana nokkur þægindi fremur fyrir það, þó að verkamenn, sem þeir hafa steypt út í verkfall, vanti viðurværi, fatnað og eldsneyti? — Nei, þeir geta hreiðrað sig í skrifstofustólum sínum, olíusalarnir hv. 5. og hv. 3. þm. Reykv. (GÞ: Þeir fleygja olíunni á eldinn). Já, þeir fleygja henni á eldinn. — Þannig liggur málið fyrir. Það er hér tvennskonar réttur, réttur verkalýðsins, sem leggur á sig þessar fórnir með vinnustöðvunum, og svo er réttur forsprakkanna, sem nota vinnustöðvarirnar sjálfum sér til pólitísks framdráttar. Þetta frv. miðar að því að vernda verkalýðinn gegn ofstopafullum forsprökkum, sem vilja steypa honum út í vinnudeilur, sem hafa slíkar fórnir í för með sér sem þessar, er hv. 5. þm. Reykv. réttilega lýsti.

Hv. þm. talaði mikið og fagurlega um rétt verkamanna í Rússlandi og vildi beina athygli minni að stjórnarskrá Rússlands. Hann þarf ekki að lána mer það plagg, ég hefi átt kost á að kynna mér það. Þar eru mörg slagorð, en reynslan í Rússlandi er ekki sú sama og ætla mætti af þeim stóru orðum, því að kjör manna eru þar mjög mismunandi, og kjör verkalýðsins eru þeir ekki betri en í öðrum löndum, þar sem einstaklingsframtakið nýtur sín. Og því gat hv. þm. ekki mótmælt, að kjör verkalýðsins í Rússlandi eru í þessum málum einmitt þau, að honum er varnað að gera verkfall. Hann á ekki þennan dýrmæta verkfallsrétt, og honum er fyrirskipað, ef hann er óánægður, að sætta sig við ákvæði, sem gerðardómur kveður upp í þessum málum.

Hv. þm. spurði: Hverjum til hagnaðar er slík löggjöf? Löggjöf eins og þessi, sem miðar að því að afstýra vinnustöðvunum, er þjóðfélaginu til hagnaðar, og líka verkalýðnum, að því leyti sem hún forðar honum frá að færa þær fórnir, sem hann hlýtur að færa í sambandi við vinnustöðvanir. Allir þeir, sem viðurkenna, að vinnustöðvanir séu til tjóns, hljóta einnig að viðurkenna, að löggjöf, sem miðar að því að afstýra vinnudeilum, er þjóðfélaginu til hags.

Ég þarf ekki að svara hæstv. atvmrh. mörgu; hv. 8. landsk. hefir þegar gert það. Hæstv. ráðh. hafði tilhneigingu til að blanda saman óskyldum málum, og verð ég að virða honum það til vorkunnar, því að þeim sósíalistum er ekki kleift að ræða þetta mál rökrétt og málefnislega. Þeir hafa hingað til haft þá aðstöðu að þyrla upp ryki og blanda inn í umr. málefnum, sem eru þessu máli óviðkomandi.

Hæstv. ráðh. spurði mig, hvort ég teldi, að þetta frv., ef að l. yrði, gæti haft nokkra þýðingu til að afstýra vinnustöðvunum, sem komið gætu nú upp úr áramótunum. Ég tel, að svo gæti orðið, ef þessari löggjöf væri nú flýtt, því að þar með yrðu skyldur sáttasemjara auknar verulega frá því, sem nú er, og réttur hans einnig við þetta sáttasemjarastarf. Nú er þetta aukaverk manns, sem er öðrum störfum hlaðinn. Starf hans yrði nú fast starf í þágu þjóðfélagsins. Ef slíkur starfsmaður væri nú til, mundi hann nú þegar byrja sáttatilraunir í sambandi við alla kaupsamninga, sem líklegt er, að sagt verði upp um áramót. Ef litið er á, hver reysla fengizt hefir að undanförnu af slíku starfi sáttasemjara, þá má vænta þess, að starf hans verði til farsældar, þegar vald hans er aukið.

Ég vil einnig benda hæstv. ráðh. á, að í okkar frv. er ætlazt til, að sáttasemjurum sé fjölgað, þannig að sáttasemjari sé á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Nú er vitað, að miklar kaupgjaldsdeilur standa fyrir dyrum á Akureyri. Öllum samningum í verksmiðjum hefir verið sagt upp, og kaupdeilur virðast vera yfirvofandi milli aðalatvinnurekandans þar, Kaupfélags Eyfirðinga, og verksmiðjufólksins. Nú er þar enginn sáttasemjari til. Ef þetta frv. væri orðið að l., mundi hann vera þar, og að sjálfsögðu mundi hann nú þegar láta þetta mál til sin taka og reyna að koma á samningum áður en til verkfalls kæmi.

Hæstv. atvmrh. færði fram þrjú atriði gegn þessu máli. Hv. 8. landsk. hefir nú þegar svarað tveimur þeirra, en þriðja atriðið var: Það veldur, hver á heldur. Hver mundi aðallega hafa með þessi l. að gera, ef ekki atvmrh.? Og þá er annaðhvort svo, að núv. hæstv. atvmrh. býst ekki við, að hann verði miklu lengur í valdasessinum, eða þá að þetta er sérstakt vantraust á sjálfum honum, og finnst mér það í talsverðu ósamræmi við framkomu hæstv. ráðh. annars daglega, því að ég hygg, að það verði ekki vantraust hans á sjálfum honum, sem fellir hann.

Það er alls ekki rétt, sem hæstv. ráðh. heldur fram, að þetta sé sérstakt frv. vinnuveitenda. Þetta mál hefir lengi verið á döfinni í Sjálfstfl., allt frá 1931, en því var fyrst hreyft af mér í þingflokki sjálfstæðismanna 1934. En þessar till. eru ekki eingöngu upp runnar frá félögum vinnuveitenda í Reykjavík, og ekki heldur frá okkur flm. sjálfum. Þetta eru reglur, sem gilda á Norðurlöndum og hafa lengi gilt, sem við tökum hér upp.

Hæstv. ráðh. endaði ræðu sína á sama hátt og hann hefir alltaf gert, þegar þetta mál hefir verið til umr., að það eigi að bíða eftir till. þessarar mþn., og ekkert megi gera í málinu, fyrr en þær komi fram. Till. þessar komu fram að nokkru leyti á síðasta þingi, þar sem voru till. Framsfl., og erum við því það nær markinu, að við vitum afstöðu Framsfl., en ég verð því miður að leyfa mér að hafa grun um, að þessi sífellda tilvísun sósíalista til ákvörðunar verkalýðsfélaganna sé ekki nema undandráttur, tilraun til að gera þetta mál að eilífðarmáli. En nauðsynin er svo rík og hefir sýnt sig svo greinilega, að ekki verður komizt hjá að taka afstöðu til þessa máls.

Hv. 3. þm. Reykv. fann ekki ástæðu til þess að hneykslast á sambúð sósíalista og kommúnista, og ég veit, að hann álítur enga ástæðu til þess. Hann leitar uppreisnar undir verndarvæng kommúnista eftir þann mikla ósigur, sem hann beið við kosningarnar í vor. En eftir er að vita, hversu mikill hluti Alþfl. fylgir honum á þessari braut; það verður væntanlega skýrt á þessu þingi. Annars er það engan veginn svo, að þessi ályktun síðasta alþýðusambandsþings hafi vísað þessu máli með öllu frá. Þar var einmitt samþ., að vinnulöggjöf mætti komast á, en hún ætti að auka rétt verklýðsfélaganna. En ég fæ ekki séð, hvernig hægt er að auka rétt verklýðsfélaganna frá því, sem nú er. Þau hafa allan þann fyllsta rétt, sem hugsazt getur í þjóðfélaginn.

Þessar umr. hafa fátt nýtt leitt í ljós. Afstaða kommúnista hefir greinilega komið hér fram. Það er í fyrsta sinn hér á þingi, en hún kom engum á óvart. Afstaða hv. 3. þm. Reykv. hefir einnig greinilega komið fram, þar sem hann vísar til kommúnista til þess að gera grein fyrir sinni skoðun. En æskilegt hefði verið, að komið hefði fram greinilegar en ennþá er orðið, hvort hæstv. atvmrh. einnig hlítir fyrirsögu kommúnista í þessu máli, og einnig hefði verið mjög æskilegt, að hæstv. forsrh. hefði viljað skýra frá, hvort afstaða Framsfl. kemur einnig fram í ræðum

kommúnista. (EOl: Heldur hv. þm., að hann sé sér rannsóknardómari?). Sérhver þm. er rannsóknardómari yfir öðrum þm. Allir þm. hafa rétt til að reyna að komast að raun um, hverja skoðun aðrir þm. hafa á málum, og þann rétt hefir þessi hv. þm. einnig. — Það væri gott, ef það sýndi sig nú, hvort Framsfl. ætlar að lúta fyrirskipunum kommúnista að þessu leyti. Geri hann það, þori ég að fullyrða, að það er gegn vilja þeirra manna. sem kusu framsóknarmenn á þing.