26.10.1937
Neðri deild: 11. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (1876)

41. mál, teiknistofa landbúnaðarins

Flm. (Steingrímur Steinþórsson):

Hv. 3. þm. Reykv. telur að frv. nái of skammt, þar sem það nær ekki til kaupstaða. Ég vil geta þess, að þetta frv. er sett upp í beinu sambandi við Búnaðarbankann og starfsemi hans og er því eingöngu ætlað að taka til bygginga í sveitum. Hitt veit ég, að er satt, að ekki er síður þörf á leiðbeiningum í kaupstöðum, en það er mál út af fyrir sig, og ég efast um, að rétt sé að setja þetta tvennskonar eftirlit undir sömu stofnun. Skilyrðin eru svo ólík í bæjum og sveitum. En þetta mætti taka til athugunar í n.

Hv. þm. talaði um, að teiknistofunni væri gefið alræðisvald. Vitanlega verður hún að hlíta stjórn þess ráðh., sem um er að ræða. En það mætti æra óstöðugan, ef ætti að hlaupa til ráðh. með allt, er snertir daglegt eftirlit með byggingum úti um allt land.

Ég get ekki fallizt á, að þessu máli verði vísað til allshn. Það er borið fram sem landbúnaðarmál og á heima í landbn. Hinsvegar veit ég, að landbn. muni vera fús til að ræða við hv. þm. um málið og athuga till. hans.