26.10.1937
Neðri deild: 11. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (1877)

41. mál, teiknistofa landbúnaðarins

*Héðinn Valdimarsson:

Það er aðeins stutt aths. sem ég vildi gera við það, sem hv. 2. þm. Skagf. sagði, að teiknistofan heyri undir viðkomandi ráðh. Ég tel ekki nema sjálfsagt, að hægt sé að áfrýja til hans og að hann geti fellt úrskurð í málum þeirra stofnana, sem heyra beinlínis undir hann. Hér í Reykjavík er svo langt gengið með þetta, að fullt leyfi er til að áfrýja til ráðh., ef menn eru ekki ánægðir, og finnst mér ekki nema eðlilegt, að sama gildi um húsbyggingar í sveitum.