30.10.1937
Neðri deild: 15. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (1906)

57. mál, húsmæðrafræðsla

Flm. (Steingrímur Steinþórsson):

Ég skal ekki tala langt mál um þetta frv.

Eins og grg. ber með sér, er frv. flutt að tilhlutun hæstv. landbrh., sem hafði látið undirbúa það áður en síðasta þing kom saman. Lá frv. fyrir því þingi, en náði ekki afgreiðslu. Er það því flutt aftur eftir tilmælum hæstv. ráðh.

Frv. er borið fram í þeim tilgangi, að setja l. um húsmæðrafræðslu á svipaðan hátt og nú er og hefir verið lengi um bændafræðslu hér. Hér er miðað við húsmæðrafræðslu í sveitum, og að því leyti er þetta hliðstætt við bændafræðsluna. Það er nú svo, að þótt á síðari árum hafi risið upp nokkrir húsmæðraskólar, þá hefir engin löggjöf verið til um þá og engar fastar reglur til að fara eftir um fjárveitingar til þeirra. Þessu frv. er ætlað að bæta úr slíku, svo að framvegis verði kerfisbundið skipulag á þeim. Fyrri kaflinn fjallar um þá húsmæðraskóla í sveitum, sem nú eru starfandi, og gerir einnig ráð fyrir, að komið verði upp skóla í Reykholti í Borgarfirði, er verði undir þessum l. Siðari kaflinn er um húsmæðrakennaraskóla, sem gert er ráð fyrir, að verði á Laugarvatni.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessa framsögu lengri. Vil ég leyfa mér að mælast til, að hv. d. samþ. frv. til 2. umr., og geri ég það að till. minni, að því verði vísað til landbn. Gæti verið athugamál að visa því til menntmn., en það er borið fram sem húsmæðrafræðsla fyrir sveitirnar, og legg ég því til, að það fari til landbn., en geri það þó ekki að neinu kappsmáli.