15.11.1937
Neðri deild: 27. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í C-deild Alþingistíðinda. (1923)

64. mál, menntun kennara

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Ég var því miður ekki viðstaddur, þegar þetta mál var til 1. umr. og veit ekki, hvað upplýstist um málið. Eftir því, sem mér sýnist við lauslega athugun, er hér farið fram á að setja á fót sérstaka menntastofnun fyrir kennara í Reykjavík í stað kennaraskólans, sem starfi hliðstætt við lærdómsdeildir menntaskólanna. Eftir því, sem mér virðist, hlýtur þessi breyt. á fyrirkomulagi fræðslunnar að hafa stóraukinn kostnað í för með sér frá því, sem nú er. Eftir því, sem ég velt bezt, er kennaraskólinn nú 3 vetra skóli, en þetta yrði 4 vetra skóli. Ég hefi ekki átt kost á að hera saman kennslu, sem gert er ráð fyrir í þessum skóla, við kennslu í kennaraskólanum, en ég efast ekki um, að hún hljóti að vera meiri og dýrari. Ég ætla ekki að fara út í það, hvort þetta fyrirkomulag yrði heppilegra, því að til þess skortir mig forsendur, en ég vil spyrjast fyrir um, hvern aukinn kostnað leiði af I. kafla frv., ef að l. yrði, og fá það sem greinilegast upplýst. Í II. kafla frv. er gert ráð fyrir því, að á eftir kennslunni í kennaramenntaskólanum komi háskólafræðsla fyrir kennaraefni, og það virðist leiða af sjálfu sér, að það hafi verulegan kostnað í för með sér. og vil ég spyrjast fyrir um það hjá hv. frsm., hvað sá kostnaður yrði mikill. Það má vel vera, að í þeirri grg., sem í aths. við þetta frv. er vísað til, séu upplýsingar um þetta atriði. En ég verð þá að biðja afsökunar á því, að mér hefir ekki unnizt tími til að fara gegnum þá grg., og ég býst við, að svo sé um fleiri hv. þm. væri því gott að fá þetta upplýst undir umr. um málið.