29.10.1937
Efri deild: 14. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í B-deild Alþingistíðinda. (201)

3. mál, kosningar til Alþingis

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Ég vildi aðeins benda á það, án þess að vera að ræða þessi atriði frekar, að þau rök, sem ég færði fram áðan, hafa ekki verið hrakin. Með frv. stj. er jafnmörgum gert rangt til, því þeir, sem geta leiðrétt atkv. sín, geta einnig kosið. Þau rök gilda eins um þá menn, sem ég er að bera fyrir brjósti.

Svo er það annað atriði, sem ég vildi benda á, að þetta þarf alls ekki að koma fyrir. Það þarf aðeins að lengja tímann, sem ákveðinn er í kosningalögunum, ef frambjóðandi deyr, þegar komið er nærri kosningu, eða m. ö. o. fresta kosningunni. Í. l. eins og þau eru nú er, að því er mig minnir, miðað við síðustu vikuna. Þannig mætti komast að þeirri niðurstöðu, að gera öllum fært, að greiða atkv. á ný, með því að fresta kosningu, ef frambjóðandi deyr, þegar vantar t. d. hálfan mánuð, þar til kosningar eiga að fara fram. Þetta er e. t. v. eðlilegasta aðferðin, og ætti n. að athuga hana.