22.11.1937
Neðri deild: 32. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

3. mál, kosningar til Alþingis

*Frsm. (Vilmundur Jónsson):

Þetta mál er komið þannig inn í þingið, að flutt var frv. til l. um staðfestingu á bráðabirgðalögum, sem gefin voru út síðastl. sumar í tilefni af kosningunum í Skagafirði, þegar einn frambjóðandinn lézt og annar bauð sig fram í hans stað. Efni þeirra l. var í stuttu máli það, að þegar frambjóðandi dey., þá á að ógilda öll þau atkv., sem greidd hafa verið utan kjörstaðar, og gefa mönnum síðan kost á að kjósa á ný.

Þessu frv. var breytt þannig í hv. Ed., að heimilt var, að öll greidd utankjörstaðar atkv. látins frambjóðanda falli á hinn nýja frambjóðanda í hans stað.

Allshn. hefir nú athugað þetta mál, og hún hefir fallizt á þá hugsun, sem feist í frv. eins og það kemur frá Ed. Og ég hygg, að þessu sé bezt ráðið á þann hátt, án þess að ég haldi því fram, að það hafi verið rétt að gera annað með bráðabirgðalögum en gert var. Ég álít, að það hefði verið varasamt að gera svo róttækar breyt. í þessu atriði, eins og nú er lagt til með þessu frv., með bráðabirgðalögum. En þó að allshn. hafi fallizt á þessa meginhugsun frv., taldi hún rétt að flytja nokkrar brtt. við það, með því að hún hefir fundið þann galla á frv., að það falli ekki rétt vel inn í kosningalögin, eins og kerfi þeirra er. Og í öðru lagi hefir hún fundið ýmsa annmarka á formi frv. að öðru leyti.

Þetta er skýrt í nál. frv. og mun ég því spara að taka það frekar upp. Ég vil svo mæla með því, að frv. verði samþ., því ég hygg, að það hafi tekið breyt. til bóta. Og ég vil leggja áherzlu á það, að meginhugsun frv. sé ekki brjáluð.