16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (2236)

137. mál, Háskóli Íslands

Pálmi Hannesson:

Mér virðist út frá því, sem komið er, að það geti komið til greina að hafa útvarpsumr. um málið, en hafa þær utan þings, þó þannig, eins og um mörg önnur mál, sem eru pólitísks eðlis, að stjórnmálaflokkarnir skipi menn til umr. um málið. En ef málið á að ganga fram, þá þykir mér vafasamt, að rétt sé að fresta umr. fram til laugardags.