16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2241)

137. mál, Háskóli Íslands

*Thor Thors:

Það ætti að vera óþarft að senda hæstv. forseta á, að það er ekki í hans valdi að neita um útvarpsumræður. Í 56. gr. þingskapalaganna stendur, að ef ekki næst samkomulag milli þingflokka um útvarp umræðu, skuli forseti tilkynna það þeim flokki, sem fyrst hefir krafizt útvarpsumræðu, og ef sá flokkur ítrekar kröfuna, skuli umræðunni útvarpað. — Nú skilst mér, að hæstv. atvmrh. hafi endurnýjað kröfu sína f. h. Alþfl. Útvarpsumræður eftir þingslit koma vitanlega ekki þinginn við. En þetta mál þarf að fá hér einhverja afgreiðslu hvort sem er. Ég álit mjög auðvelt að ljúka umr. um málið á mánudagskvöld og legg áherzlu á, að það verði gert.