16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (2247)

137. mál, Háskóli Íslands

Forseti (JörB):

Þar sem hæstv. ráðh. hefir ítrekað kröfu sína, munu útvarpsumr. fara fram. Í dag er það þó ómögulegt. Þó að okkur liggi í léttu rúmi orðheldnin innan þings,verðum við að reyna að halda það, sem við lofum öðrum þjóðum.

Það skal ekki standa á mér að sitja hér einum eða tveim dögum lengur, ef þingmálin fengju þá fremur afgreiðslu. En þegar ég tók þetta mál á dagskrá, hélt ég, að bezt þætti að flýta svo störfum, að ekki þyrfti að fresta þinglausnum.

En umr. um þetta mál verður nú frestað að sinni — á ábyrgð þeirra hv. þm., sem að þessu hafa staðið.