16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (2248)

137. mál, Háskóli Íslands

Gísli Sveinsson:

Ég geng að þessum kosti. Það er ekki hægt fyrir forseta, eins og nú er komið fram, að koma í veg fyrir útvarpsumræður. — vegna þess, sem heyrðist frá hv. 1. þm. Rang. (SvbH), að þeir framsóknarmenn væru að leysa málið, en við sjálfstæðismenn vísastir til að hindra það, vildi ég aðeins spyrja: Hverjir eru það, sem hafa dregið málið á langinn? — Framsóknarmenn. — Hverjir eru það sem koma með eina tillöguna eftir aðra, alltaf óákveðnari og óákveðnari? — Hverjir eru það, sem alltaf hafa runnið?