14.12.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (2271)

138. mál, jarðhitarannsókn

*Bjarni Ásgeirsson:

Ú af því sem hv. 2. þm. Árn. sagði um afgreiðslu þessa máls, vil ég geta þess, að í n. voru skiptar skoðanir um nokkur atriði frv., og í annan stað var nokkur óánægja um form þess. Sáum við því, að ef leggja ætti þá vinnu í endurbætur á frv., er við töldum nauðsynlegar, þá yrðu önnur mál að sitja á hakanum, sem mikilsverðari eru. Við höfum vísað fleiri málum frá uf sömu ástæðum. Hinsvegar munu flestir eða allir nm. vera sammála um, að rétt sé að samþ. löggjöf svipaða þessari. Og við erum ákveðnir í því, ef við skipum sæti þessarar n. á næsta þingi, að beita okkur fyrir því, að frv. þessu svipað í aðalatriðum verði afgreitt.