01.11.1937
Neðri deild: 16. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

62. mál, slysabætur

Frsm. (Bergur Jónsson):

Allshn. flytur þetta mál samkv. ósk ríkisstj. — Hér er um það að ræða að láta öðlast gildi ákvæðin í milliríkjasamningi frá 3. marz 1937, sem gerður var milli allra Norðurlandanna 5 um sameiginleg ákvæði í þeim tilfellum, þar sem atvinnurekandi, búsettur í einhverju samningsríkjanna, hefir atvinnufyrirtæki eða verkamenn í þjónustu sinni í einhverju hinna ríkjanna.

Ég skal aðeins geta þess, að íslenzki textinn á samningnum, sem fylgir frv., er ekki eins vel úr garði gerður og sérstaklega ekki nægilega skýr, eins og æskilegt hefði verið. En ég held, að n. hafi nú samt tekizt að fá sæmilegan skilning út úr orðalaginu, svo að ég geri ekki ráð fyrir að ástæða sé til þess að skirrast við að samþ. samninginn af þeim ástæðum einum.