04.12.1937
Neðri deild: 42. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í D-deild Alþingistíðinda. (2388)

115. mál, ríkisatvinna skyldmenna

Bjarni Bjarnason:

Ég vænti þess, að hv. flm. geti nú stutt dagskrána, sem fram hefir komið, því hann hlýtur að sjá, að það er útilokað að fá vit út úr till. elns og hún hljóðar, að ekki séu fleiri en fyrirvinnan í þjónustu ríkisins á sama tíma, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Vel getur verið, að fleiri en einn af sama heimilinu geti fengið einhverja litla atvinnu, sem gæti nægt til þess að framfleyta heimilinu, þótt vinna eins væri ófullnægjandi, og mun það ekki vera meiningin að leggja til, að slíkt verði bannað. Ég efa ekki, að hv. flm. meinar það alvarlega, að hann hafi ætlað að gera gagn með till., en ég vil minna á það, sem ég hefi áður sagt í þessu sambandi, að ástæða væri til að líta eftir einkafyrirtækjum, sem framfleyta sér og sinn skylduliði með lánsfé eða sparifé landsmanna.