29.10.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í D-deild Alþingistíðinda. (2429)

20. mál, landhelgisgæzla

*Fjmrh. (Eysteinn Jónason) :

Aðeins út af fyrri lið till. vil ég taka fram þetta. Hann er þannig orðaður, með leyfi hæstv. forseta: „Alþingi skorar á ríkisstjórnina að greiða landhelgissjóði nú þegar skuld ríkissjóðs víð hann, og að verja öllu andvirði varðskipsins Óðins nú þegar til byggingar fullkomins gæzluskips“, o. s. frv.

Út af þessu vil ég taka fram, að þegar varðskipið Óðinn var selt, fengust fyrir það 250 þús. kr., og þá stóð þannig á, að landhelgissjóður þurfti ekki í augnablikinu að nota þetta fé, en hinsvegar hafði ríkissjóður þá yfirdráttarlán í Landsbankanum og borgaði af því hærri vexti heldur en landhelgissjóður mundi hafa fengið með því t. d. að leggja þetta fé inn á hlaupareikning í hanka, og þess vegna þótti það skynsamleg ráðstöfun, að landhelgissjóður lánaði ríkissjóði þetta fé í bili. Þetta lán er nú smátt og smátt verið að greiða, m. a. með því að greiða andvirði báts, sem smíðaður er fyrir reikning landhelgissjóðs.

Þetta vildi ég taka fram út af fyrri liðnum, og svo hitt, að vitanlega er mikil ástæða til þess að visa málinu til fjvn., því að skorað er á ríkisstj. að verja öllu andvirði varðskipsins Óðins til byggingar fullkomins gæzluskips. Það mun nú láta nærri, að 100 þús. kr. hafi farið til þess að greiða þennan bát, sem í smiðum er. Eftir yrðu því ekki nema um 130–170 þús. kr., og það mundi hrökkva skammt til þess að byggja fullkomið gæzluskip. Ef till. ætti því að hafa nokkra þýðingu sem ályktun frá Alþ., þá yrði náttúrlega að fylgja henni stórkostleg fjárveiting, og þess vegna legg ég til, að málinu sé vísað til fjvn.