27.11.1937
Efri deild: 37. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (2508)

74. mál, mæðiveiki

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Ég þarf ekki annað en að benda á það, sem ég að vísu tók nægilega greinilega fram í minni fyrri ræðu, að 1. málsgr. 12. gr. er þannig að ef hallæri ber að höndum, á hvert hérað tilkall til séreignar sinnar, og séreign hvers héraðs er, eins og ég tók fram áður, t. d. Borgarfjarðarsýslu 2200 kr. o. s. frv., og þá sjá allir, að slíkar upphæðir hrökkva ekki langt. Nú er verið að tala um einstök heimili, en það er héraðanna að fylgjast með því, og það er ekki hægt að veita styrk úr sjóðnum, nema viðkomandi hérað biðji um það og héraðið eða hreppurinn telji sig ekki geta séð um einstaka meðlimi sína. Slíkar beiðnir hafa ekki komið frá neinn héraði eða hreppi, og þess vegna liggur ekki fyrir að veita styrk samkv. þeirri gr., enda mundi hann, eins og ég tók fram áðan, hrökkva svo skammt, að það munar mjög litið um það, og það verða að sjálfsögðu gerðar ráðstafanir á þinginu, sem eru miklu stórtækari en þessi styrkur.