04.11.1937
Neðri deild: 19. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (257)

55. mál, möskvar fisknetja og lágmarkslengd á fiski

Frsm. (Finnur Jónsson) :

Þetta mál er í rauninni óviðkomandi friðun Faxaflóa. Hinsvegar þótti sjálfsagt að ganga að þessum samningi, þar sem með honum ætti að vera tryggt, að ekki yrðu við veiðar hér við land hafðir möskvar undir ákveðinni stærð. En í þáltill., sem nú liggur fyrir og flutt er af sjútvn. eftir beiðni hæstv. atvmrh., er nokkuð minnzt á þá rannsókn, sem gerð hefir verið viðvíkjandi friðun Faxaflóa. Þessi till. er á þskj. 83, og nægir að vísa til hennar viðvíkjandi því, sem hv. þm. Borgf. sagði um þetta mál. Það er þegar byrjað á undirbúningi þeirrar rannsóknar, sem ætti í framtíðinni að verða undirstaða undir kröfunni um friðun Faxaflóa, og mun það hafa verið gert af „Þór“ jafnframt því sem hann var við síldveiðitilraunir hér í flóanum á þessu hausti.