13.11.1937
Efri deild: 26. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (263)

55. mál, möskvar fisknetja og lágmarkslengd á fiski

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti! Frv. þetta er komið hingað frá hv. Nd. og var flutt þar af sjútvn., sennilega að tilhlutun hæstv. ríkisstjórnar. En eins og sjá má af skjölum þeim, sem prentuð eru með frv., þá er efni þess það, að Ísland verði þátttakandi í samningi, sem fiskiveiðaþjóðir við norðanvert Atlandshaf og Norðursjó hafa gert með sér um lágmarksstærð fiskinetjamöskva og minnsta mál á fiski.

Það, sem hér er um að ræða, ern alþjóðasamtök til þess að vernda fiskistofninn, enda varð enginn ágreiningur í sjútvn. um málið. Hinsvegar var nefndin á einu máli um það, að málið á samningnum væri ekki sem bezt; þannig fannst henni t. d. að orðin „minnsta mál á fiski“ væri nokkuð útlenzkukennt, og þess vegna ber hún fram brtt. á þskj. 112, þess efnis, að í stað orðanna „minnsta mál“ komi: lágmarkslengd. Verði brtt. þessi samþ., þá ætlast n. að sjálfsögðu til, að breytingin verði prentuð í samningi þeim, sem prentaður er aftan við frv. Annars hefði verið fyllsta þörf að gagnrýna frekar íslenzkuna á þessum samningi, því að vægast sagt er henni allmjög ábótavant. Sjútvn. leggur þó til, að frv. verði samþ. með þessari einu breytingu, sem ég hefi þegar getið.