02.11.1937
Efri deild: 17. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

54. mál, vörumerki

Ingvar Pálmason:

Fyrir þessu frv. var engin grein gerð við 1. umr., enda engin nauðsyn á því, þar sem í grg. frv. er tekin fram ástæðan fyrir flutningi þess, en hún er sú, að frv. er borið fram til þess að samræma l. um vörumerki við samþykkt, sem gerð var f London 2. júní 1934 um samband ýmissa landa til verndar eignarrétti á einkaleyfum, vörumerkjum o. fl.

Allshn. flutti þetta frv. að tilmælum ríkisstj., og breyt., sem í því er fólgin, er sú, að þar sem stendur í l. 4 ár, þá komi 6 ár.

Ég tel svo ekki ástæðu til að gera frekar grein fyrir frv.