12.11.1937
Efri deild: 25. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (293)

68. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

*Magnús Guðmundsson:

Það eru fáein orð. Mér þótti leitt, að hæstv. ráðh. skyldi ekki vilja gefa ákveðnari svör um lánstímann eða þau kjör, sem hér er um að ræða. Ég skil ekki, að þetta geti verið neitt launungarmál, og ég tel nokkurnveginn gefið, að hann sé búinn að [Eyða í handr.] hæstv. ráðh. það, að ég er búinn að sjá reikninginn fyrir 1935 og er búinn að bera umframgreiðslurnar saman við fjáraukalög síðustu 10 ára þar á undan, og rak mig á, að þær eru hærri fyrir árið 1935 en nokkru sinni áður þessi 10 ár, að undanskildum 3 árum, 1930, 1931 og 1934. En um reikninginn 1936 dæmi ég ekki, því að hann hefi ég ekki séð.

Mér skildist, að hæstv. ráðh. hefði lesið einhversstaðar, að ekkert hefði verið borgað af skuldum Dana upp á síðkastið, en ég veit ekki, hvort ég hefi skilið hann rétt. Ég er nýbúinn

að lesa dönsk blöð, sem segja, að undanfarin ár hafi farið fram stórmiklar afborganir af skuldum ríkissjóðs. Ég veit ekki hvar hann hefir séð þetta. Því að ég skil ekki, að sé blandað svona málum, því að það er sagt, að afborganirnar séu um 20 millj. kr., og Danir hafa þann sið, að telja samningsbundnar afborganir með rekstrarútgjöldum ríkisins.