19.10.1937
Efri deild: 5. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í B-deild Alþingistíðinda. (326)

10. mál, fasteignamat

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum um þetta frv. nú að þessu sinni, þar sem það fer til nefndar, en vil aðeins minnast á nokkur atriði, sem mér finnst vafasamt, að ættu að fara ólagfærð í gegnum þessa umr. ég þar við atriði í 11. gr. Þar er sagt skilyrðislaust, að milli aðalmata skuli fara fram möt á öllum nýbyggingum. Það getur farið svo, að næsta ár á undan reglulegu mati verði að meta byggingar, sem gefa örlítinn skatt en kostar mikið að meta, og verða þannig slík gjöld ríkissjóði miklu hærri en þær tekjur, sem ríkissjóði ber í skatta af þeim. Ég veit til þess, að skattur ríkissjóðs hefir hækkað um 2 kr. við slíkt mat, en matsgerðin hefir kostað 30–40 kr. Virðist því auðséð, að ekki borgar sig fyrir ríkissjóð að ganga mjög hart eftir slíku. Ég vil vekja athygli á þessu atriði, svo að nefndin geti haft það til athugunar.

Svo er annað, sem ég get ekki fallizt á í þessu frv. Ég tel mjög varhugavert, að leggja alveg niður yfirfasteignamatsnefndir í héruðum. Ég held því ekki fram, að þær geri alstaðar afarmikið gagn, en sumstaðar gera þær það áreiðanlega. Í þessu frv. sem fleirum virðist stefnt að því að draga áhrif frá sveitunum til Reykjavíkur. Ég vil ekki lengja umr. að þessu sinni meira, en fleira er það í frv. þessu, sem mér finnst að gæti breytzt til bóta, og vona ég, að nefndin; sem fer með þetta mál, líti öðrum augum á það. en flm. frv.