10.11.1937
Efri deild: 24. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

10. mál, fasteignamat

Páll Zóphóníasson:

Það eru 2 af brtt. n., sem ég álít svo athugaverðar, að ég tel ekki rétt að samþ. þær. Fyrst er það 5. brtt., við 5. gr. Í frv. stendur: „mat fasteigna sé“ o. s. frv. Brtt. gerir ráð fyrir, að hér sé aðeins um jarðeignir að ræða. En nú er það, sem um er að ræða, sumpart jarðeignir og sumpart húseignir. Það kann að vera, að það sé hægt að teygja orðið jarðeign yfir hús, sem standa á jörð, en venjulega er þar sameiginlega nafnið fasteign. Þess vegna held ég, að það sé betra að hafa þetta eins og það var í frv. Hin brtt. er við 8. gr. Í frv. stendur, að tjáð skuli, hvort landamerkin séu ágreiningslaus. Eins og það var í frv. var ætlazt til, að það snerti bæði jarðir í sveitum og lóðir í kaupstöðum, en brtt. gerir aðeins ráð fyrir jörðum í þessu sambandi. Nú vita það allir, að t. d. hér í Reykjavík liggja stór lönd, sem mikill ágreiningur er um landamerki. Ég álit sem sagt, að þessar 2 brtt. séu til hins verra og eigi því ekki að samþ. þær.