10.11.1937
Efri deild: 24. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í B-deild Alþingistíðinda. (330)

10. mál, fasteignamat

Frsm:

(Bernharð Stefánsson): Ég tel, að það sé alveg óhætt að samþ. 5. brtt. n., því að þó að orðið jarðeign komi í staðinn fyrir fasteign, þá mun það taka yfir alla þá liði, sem ræðir um í 5. gr. En hvað snertir 8. brtt. kann að vera nokkuð til í því hjá hv. flm., að það sé ekki nógu skýrt tekið fram, að þetta nái einnig til lóða í kaupstöðum. En ég held samt, þegar þess er gætt, hvernig 8. gr. er orðuð, að það sé réttara að samþ. þessa brtt. við þessa umr., og mun n. þá taka til athugunar við 3. umr., hvort ekki væri rétt að skjóta þarna inn í ákvæði um lóðir.