09.12.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

1. mál, fjárlög 1938

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Aðeins örfá orð. Ég vil beina því til hv. flm.brtt. einstakra hv. þm. við fjárlagafrv., hvort ekki væri heppilegast vegna vinnubragða, að þeir taki till. sínar aftur til 3. umr., vegna þess að ég get búizt við, að þótt eytt verði tíma til þess að ræða nú brtt. þær, sem fyrir liggja, þá komi þær — a. m. k. þær af þeim, sem mundu falla nú — aftur fram við 3. umr. í einhverri mynd. Gæti því orðið tímasparnaður að því að geyma þær þangað til. En til þess að menn séu ekki varnarlausir, ef aðaltill. falla, þá er opin leið fyrir hv. þm. að hafa varatill., einnig við 3. umr. Þetta er aðeins til bendingar um hagkvæm vinnubrögð.