15.12.1937
Efri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í B-deild Alþingistíðinda. (496)

107. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Jóhann Jósefsson:

Hv. 9. landsk. þm. endaði ræðu sína með því að segja, að hann teldi mjög illa farið, að ég vildi fella niður svona merkilegan lið úr þessu frv. Ég hefi mér til afsökunar þann tilgang, sem ég þegar hefi lýst, að ég tel, að hin önnur verkefni, með því fjármagni, sem sjóðnum er ætlað, séu honum nóg viðfangsefni, þó að ekki sé af þessu klipið á jafnstórvægilegan hátt til togaranna.

Þær tölur, sem hæstv. ráðh. nefndi, eru víst topptölur af tekjum sjóðsins,.og það var eftirtektarvert, að hæstv. ráðh. kom hvergi nærri því stórkostlega atriði í þessu máli, að hingað til hefir það verið svo, að þessi lofsverða n., sem hv. 9. landsk. elskar af öllu hjarta, en mér og öðrum útgerðarmönnum er drumbs um, hefir farið þannig með það fé, sem til hennar hefir verið veitt, að það hefir runnið meir út í sandinn í gegnum fingur hennar heldur en farið hefir til þarflegra framkvæmda.

Það er síður en svo, að ég, eftir að hafa hlustað á þessar tvær ræður, sé sannfærður um það, að rétt sé að dreifa fjármagninu eins mikið og ætlazt er til með þessu frv. Hitt er vitað, að 3. liður 5. gr. frv. er kominn inn fyrir atbeina sósíalista og er dálítið smækkuð tilraun af þeirri ríkisútgerð, sem þeir stefndu að á síðasta þingi og var látin þá, a. m. k. á yfirborðinu, valda friðslitum milli framsóknarmanna og sósíalista.

Ég er heldur engan veginn sannfærður um, að það sé nauðsynlegt að kaupa þessa tvo nýju togara til þess að fá úr því skorið, hvort togarar svari kostnaði eða ekki, vegna þess að við höfum margra áratuga togaraútgerð að baki okkur og höfum þar á meiri reynslu að byggja heldur en þó að tveir togarar væru keyptir og þeim bætt við. Við yrðum engu nær eftir það útgerðartímabil heldur en nú vegna þess að allir vita, að það getur á hverju ári farið svo, að á útkomu þess árs sé ekki byggjandi, og hefir hv. 9. landsk. bezt reynt að rökstyðja þá skoðun, þegar hann vill vefengja útkomu togaranna, sem hefir verið lögð fyrir hann og aðra góða menn, frá árinu sem leið. Það er því sýnt, að með þessu yrði enginn nýr hæstiréttur búinn til í þessum efnum. Ég held miklu fremur, að það, sem Alþ. gerir í þessum efnum, eigi að vera þannig, að sýnilegt sé, að að öruggu marki sé stefnt og að þegar sé ljóst í upphafi, að af hálfu Alþ. sé stuðningurinn við sjávarútveginn meira en nafnið tómt. En eins og frv. er nú, hneigist ég að þeirri skoðun, að það fé, sem á að veita fiskimálanefnd til togarakaupa, muni verða lítið í framkvæmdinni, ef tillit er tekið til þess, hvernig uppskeran hefir orðið hingað til af þeim mörgu hundruðum þús., sem fiskimálanefnd hefir fengið milli handanna.

Hv. 9. landsk. taldi, sem rétt er, að ég og margir. sjálfstæðismenn værum ekki hlynntir fiskimálanefnd. Ég get bent hv. þm. á það, að þetta er ekkert flokksmál Sjálfstfl. Á næstsíðasta aðalfundi S. Í. S. var samþ. einróma ályktun um það, að þingið legði n. niður og að verkefni hennar væru falin sölusambandi. (JBald: Ekki væri það gott). A. m. k. held ég, að fyrirfram sé ekki hægt að fullyrða, að þetta færi verr úr hendi hjá S. Í. F. heldur en hjá n. (JBald: Þegar það skilar millj. frá Spáni). Það var skaði, að hv. 9. landsk. var veikur, þegar ég kom að því hér á dögunum að svara bæði honum og hæstv. fjmrh. í sambandi við þessar millj. frá Spáni. Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti hefir svo mikla þolinmæði, að hann leyfi mér að fara út í það mál. (Forseti: Það er nú tæplega). Ég trúi því vel. En þá svaraði ég hæstv. fjmrh. rækilega út af öðru spursmáli, sem reis upp, en vegna þess að hv. 9. landsk. gat ekki verið á fundi, fór ég ekkert út í þessar Spánarskuldir. En í skemmstu máli sagt, hvað snertir viðskiptin við Spán, hafa Íslendingar tiltölulega komið þar ár sinni þjóða bezt fyrir borð. Norðmenn áttu þar innstæðu í pesetum og Færeyingar einnig, og báðar þessar þjóðir áttu meira inni tiltölulega en Íslendingar.

Innstæða Íslendinga stóð aftur á móti í sterlingspundum. Hitt getur verið, að Íslendingar tapi einhverju af þessu fé sakir ófriðarins, en þeir verða áreiðanlega ekki einir um það.

Mér skildist að öðru leyti á ræðu hv. 9. landsk., að hann drægi það í efa, að skýrsla útgerðarmanna væri rétt. (JBald: Áætlunin). Áætlunin er byggð á skýrslunni og skýrslan á reynslunni. Og hv. þm. talaði um þetta eins og maður, sem er kominn út úr hömrum og litur með vantrú á það, sem aðrir menn segja. Hefði hv. 9. landsk. hinsvegar haft hér skýrslu um þessi mál frá einum af bankastjórum Útvegsbankans, býst ég við því, að sá góði maður hefði orðið að viðurkenna, að bækur bankans sýndu það bezt, hvernig hagur útgerðarinnar er. Og vegna þess að hv. 9. landsk. er svo náskyldur einum slíkra manna, ætti hann að eiga innangengt að öllum upplýsingum um þessi mál. Tel ég óþarft í þessu sambandi að fara að minna á einstök útgerðarfyrirtæki, en mér segir svo hugur, að hv. 9. landsk. þurfi ekki að láta í ljós vantrú eða undrun, þegar útgerðarmenn leggja fram skilríki fyrir sínum stóru og miklu töpum undanfarin ár.

Þá sagði hv. 9. landsk., að það væri ekki hægt að neita því, að margt af því, sem fiskimálanefnd hefði gert, væri vel gert, og í því sambandi minntist hann á það, að styrkt hefðu verið hraðfrystihús og stutt að herðingu fiskjar. Ég vil engan veginn segja og hefi aldrei sagt, að þetta sé illa gert. En hitt hefi ég alltaf sagt og segi enn og skal alltaf segja, að það hefði ekki þurft neina slíka stofnun sem fiskimálanefnd til þess að hrinda þessu af stað. Þá bar hv. þm. þær sakir á útvegsmenn, að þeir hefðu ekki viljað sinna þessu. Hér þykir mér skjóta skökku við. Ég þekki marga útgerðarmenn, sem hafa gengið eftir fiskimálanefnd með styrk til þess að koma upp hjöllum, til að berða í fisk, sem hafa ekki fengið hann. En svo hefir fiskimálanefnd búið til nýja menn í þessari grein, — ekki af því, að útgerðarmenn hafi ekki fengizt til að gera þetta, heldur hefir fiskimátanefnd gengið framhjá þeim og talið, að þetta væri betur komið í höndum annara, sem hingað til hafa staðið fyrir utan hóp útgerðarmanna. Ég held, að þó að útgerðarmenn hafi margar syndir á bakinu fyrir óvarfærni og ýmislegt, sem mannlegt er í áhættusömum atvinnurekstri, þá verði þeim sízt borið á brýn, að þeir séu tregir til að reyna nýjar leiðir.

Um karfaveiðarnar er það að segja, að það var farið að reyna þær áður en fiskimálanefnd leit þessa heims ljós. (SÁÓ: Hvar var það?). Var það ekki fyrir vestan? Ég fullyrði, að það var farið að stunda karfaveiðar hér fyrir vestan land áður en fiskimálanefnd kom til sögunnar.

Herðing fiskjar var þegar búið að benda á, bæði fyrir allmörgum árum af einum erindreka Fiskifélags Íslands, og svo var í áliti milliþingn. í sjávarútvegsmálum frá 1932 búið að benda mjög greinilega á það, hvað gera þyrfti og hvernig hitt og þetta skyldi gert, og þar á meðal var till. um það, að hjálpa mönnum til að koma upp þessum herzluhjöllum.

Ég held það hljóti að vera misskilningur hjá hæstv. ráðh., ef hann hefir skilið mig svo, að ég ætlist til, að allar breyt. á verkunaraðferðum sjávarafurða hér á landi geti gengið fyrir sig á mjög stuttum tíma. Ég held ég hafi manna oftast bent á það, bæði utan þings og innan, bæði við flokksmenn hæstv. ráðh. og hann sjálfan, að því er mig minnir, að allar slíkar breytingar væru mjög fremur álít ég að því fari fjarri, að dagar saltfiskverkunarinnar séu taldir. Ég álít, að þegar aftur rofar til í Suðurlöndum, muni saltfiskurinn aftur verða þýðingarmikil verzlunarvara. En það er einmitt hæstv. ráðh. og skoðanabræður hans, sem þráfaldlega halda því fram, að dagar saltfisksins séu taldir hjá okkur.

Þá minntist hæstv. ráðh. á kröfu útgerðarmanna og sagði, að till., sem komið hafa fram hér í hv. d., væru einskonar svar við þeim kröfum. Þessar till. eru um það, að nema nokkrar vörutegundir undan nýjum skatti í sambandi við frv. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs. Þessar vörur eru girðingarefni, tilbúinn áburður, olía, salt og kol. Það er ekki hægt að skoða þessar till. sem neitt svar við málaleitun útgerðarmanna. Ef ætti að skoða þær sem svar, þá væri nánast verið að gera gys að útgerðarmönnum með slíku svari. Ég vil í lengstu lög vona, að hæstv. ráðh. hafi einhver meiri og betri hjálparráð handa útveginum en þessi, sem hann nefndi, enda drap hann á það, að það ætti að létta öllum gjöldum og tollum af salti og kolum. Girðingarefni og tilbúinn áburður koma ekkert þessu máli við. Ég sagði áðan, að ég væri þeirrar skoðunar — enda hefi ég og mínir flokksbræður barizt fyrir því ná á sjö þingum í röð —, að hin brýnasta þörf væri til þess að endurbyggja togaraflotann. Þess vegna fannst hæstv. ráðh., að ég hlyti að vera með þessu frv. En í þessu frv. eru engar ráðstafanir gerðar til endurbyggingar í flotanum; aftur á móti höfum við Sjálfstæðismenn flatt till., sem hefðu komið öllum fiskiflotanum að gagni; ef þær hefðu verið samþ., en í þá átt er ekki stefnt með frv.

Þá var hæstv. ráðh. og hv. flokksbróðir hans 9. landsk. með bjarta spádóma hér áðan. Það geta hvorki þeir né ég nokkuð um það sagt, hvað framundan er. Þeir sögðu, að nú væri auðvelt að selja blautan fisk. Það er venjulega svo, þegar engan fisk er að fá, að kaupendur láta í veðri vaka, að þeir vilji kaupa fisk. Það er engin nýlunda, þó selja megi saltfisk á 30 aura kg. fyrri hluta vetrar, en reynslan hefir oftast verið sú, að þetta verð hefir skyndilega fallið, þegar kemur fram yfir nýár.

Ég hygg, að ég hafi þá svarað báðum þeim hv. þm., sem talað hafa. Hv. 9. landsk. sagði, að það væri búið að gera mikið fyrir útgerðarmenn, búið að gefa þeim eftir milljónaskatta og láta þá hafa skuldaskil. Ég veit þetta, en miklu af þeim byrðum, sem létt var af sumum útgerðarmönnum við skuldaskilin, hefir verið velt á aðra útgerðarmenn eftir þeim reglum, sem skuldaskilasjóður starfaði eftir. En það var nú hvorki tilgangur minn eða annara sjálfstæðismanna, er við upphaflega bárum fram þá kröfu, að fjárhagur útgerðarmanna væri rannsakaður og þeim hjálpað til að komast út úr kreppunni.

Þá segir hv. 9. landsk., að eftir mínum rökum sé gagnslítið að efla fiskiveiðasjóð. Ég skil ekki, hvernig hann fer að draga þá ályktun af orðum mínum. Ég hefi alltaf talið fiskiveiðasjóð stofnun, sem bæri að efla og sem setti að hafa það hlutverk að standa fyrir stofnlánum útvegsins. (SÁÓ: Ekki þó togara). Jú, ég hefi einmitt borið fram frv. ásamt tveimur samflokksmönnum mínum um eflingu fiskiveiðasjóðs til þess hann gæti lánað til endurbóta á togaraflotanum eins og hann hefir hingað til lánað til byggingar bátaflotans. Það er dálítið kyndugt, að hv. 3. landsk. skuli halda þessu fram, efir að við sjálfstæðismenn í sjútvn. höfum einmitt borið fram frv. um þetta efni. (SÁÓ: Þar var stærðartakmarkið 80 tonn). Það er líka gert ráð fyrir því í frv., að fiskiveiðasjóður láni í togara, er hann eflist, þó það nái að vísu of skammt. Í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er því haldið fram, að ekki verði hjá því komizt að efla togaraflotann eins og smærri flotann. Hæstv. ráðh. vill hér gera tilraun um það, hvort togari með 25% styrk úr ríkissjóði geti staðizt á við aðra togara!

Ég hefði talið, að þetta frv. hefði nóg að vinna, eins og allt er í garðinn búið, þó ekki hefði verið svo frá gengið, að allar þorri peninganna fari í þessa tilraunastarfsemi. Og þó ég viti, að það tekur langan tíma að breyta um verkunaraðferðir og að ekki eigi að gera það of fljótt, þá veit ég, að það fé, sem hér er tíundað, hrekkur skammt til þeirra hluta með togarakaupunum.