11.12.1937
Neðri deild: 47. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í B-deild Alþingistíðinda. (521)

13. mál, sauðfjárbaðanir

*Frsm. meiri hl. (Pétur Ottesen) :

Ég skal svara hæstv. fjármrh. að því er snertir bráðabirgðaákvæðin. Mér er sagt, að sá kostnaður muni nema eitthvað milli 5 og 6 þús. kr. En viðvíkjandi ákvæðum 5. gr., þá er það í samræmi við 4. gr. gildandi l. um útrýmingu fjárkláðans, að því er snertir þátttöku ríkissjóðs í kostnaðinum, og er ómögulegt að segja, hvað mikill sá kostnaður muni verða, það fer eftir því, í hvað mörgum tilfellum til slíks þarf að taka.