14.12.1937
Efri deild: 49. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

77. mál, bráðabirgðaverðtollur

*Frsm. (Bjarni Snæbjörnsson):

Það er líkt ákomið með þetta frv. og það næsta á undan, þannig, að undanfarið hefir verið sami tollur á innfluttu efni til kassagerðar, hvort sem það hefir verið hálfunnið, alunnið eða óunnið. Nú er komin kassagerð á stofn hér í Reykjavík, sem er fullkomlega samkeppnisfær við iðnað annarsstaðar í þessari grein, en hún hefir átt erfitt uppdráttar, þar sem hún vinnur úr óunnu efni, en nú er farið að flytja inn allmikið af kössum, sem eru alunnir að öðru leyti en því, að þeir eru settir saman hér á landi, en það er ófært að hafa sama toll á þessum vörutegundum. Nú er öllum ljóst, að kassagerðin getur ekki verið samkeppnisfær við þessar vörur, sem, eru fluttar að alunnar, þó það sé betri vara, sem gerð er hér. Í frv. er lagt til, að settur sé 10% verðtollur á þetta hálf- og alunna efni, og mælir iðnn. eindregið með því, að þetta verði samþ. hér á Alþ., svo að ríkisvaldið bæti úr þeim misrétti, sem nú á sér stað.