14.12.1937
Efri deild: 49. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

77. mál, bráðabirgðaverðtollur

*Frsm. (Bjarni Snæbjörnsson):

Að vísu hefir iðnn. ekki kynnt sér þetta mál sem slík, en ég hefi átt tal við þann mann, sem á kassagerðina hér, og hann hefir tjáð mér, að svo mundi ekki verða; verð mundi verða svipað og nú er. En hann sagði, að ef þetta ástand yrði óbreytt, yrði hann að leggja niður verksmiðjuna, þar sem svo mikið væri flutt inn af unnu efni, en það yrði til mikils vinnutaps. Það má vera, að réttara sé fyrir n. að fá skriflega umsögn frá manninum, og má athuga þetta nánar við 3. umr., þegar þau gögn liggja fyrir.