04.12.1937
Neðri deild: 42. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (571)

119. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Frsm. (Stefán Stefánsson) :

Tveir hv. þm. hafa fundið ástæðu til að rísa upp í tilefni af þessu frv., en ég verð að segja, að tilefnið til þess, að þeir stóðu upp, er harla lítilfjörlegt. Þeir minntust báðir á, að það væri beitt nokkuð hörðu viðkomandi tolleftirlitinu, sem farþegar verða fyrir, og að það væri mjög óviðeigandi að heimta það, að farangur manna sé tekinn upp á tollstöð og skoðaður þar án þess að viðkomandi farþegi sé til staðar. En það leiðir af sjálfu sér og liggur í augum uppi, að ákvæði um framkvæmd tolleftirlitsins eru ekki tekin upp í l. Það eru reglugerðarákvæði, sem ég geri ráð fyrir, að fjmrh. taki upp í reglugerð, sem verður samin í sambandi við tolllögin. Það, að l. fari umræðulítið í gegn á Alþ., er aðeins sönnun þess, að allir eru sammála um, að þau séu réttmæt og sjálfsögð, og allir þingflokkar sammála um, að þau eigi að ganga í gegn.