30.11.1937
Neðri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (587)

103. mál, verðlag á vörum

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Allshn. hefir haft þetta frv. til meðferðar og leggur til, að það verði samþ. með breyt., sem nánar eru tilgreindar á þskj. 202. Ég skal þó taka það fram, að tveir nm. hafa um þetta nokkurn fyrirvara, sem ég hygg að vísu, að sé ekki um mikilvæg atriði, og munu þeir gera grein fyrir þeim fyrirvara.

Þær breyt., sem n. 1 heild leggur til, að gerðar séu á frv., eru fjórar. Fyrsta breyt. er um það, að í stað orðsins „vörutegund“ komi nauðsynjavörutegund. Þessi breyt. er við 1. gr. frv., og er hún í samræmi við fyrirsögn frv., sem hljóðar um verðlag á almennum nauðsynjavörum. 1. leit svo á, að það væru fyrst og fremst nauðsynjavörur, sem um væri að ræða.

Önnur breyt. er við 2. gr. og er í rauninni aðeins leiðrétting.

Þriðja breyt. er við 6. gr., og hún er um það, að ríkisstj. setji nánari fyrirmæli um framkvæmd l. og eftirlit með þeim.

Fjórða breyt. er við 7. gr. og er þess efnis, að gr. verði felld niður. Efni þessarar gr. er um þá, að ef einhver verði þess var, að brotin séu ákvæði l., þá sé honum rétt að snúa sér til viðkomandi lögreglustjóra og óska þess, að bann taki málið til meðferðar. Einnig getur n., ef henni finnst ástæða til, óskað rannsóknar. En n. leit svo á, að óþarft væri að taka þetta fram, samkv. almennum l.