06.12.1937
Neðri deild: 43. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

103. mál, verðlag á vörum

*Garðar Þorsteinsson:

Ég gat um það við 2. umr., að allshn. mundi taka til athugunar að gera breyt. á 2. gr. þannig, að í stað Landssambands iðnaðarmanna yrði það Félag ísl. iðnrekenda, sem kysi fulltrúa í n., en þegar taka átti þetta fyrir á fundi, komu skilaboð frá hæstv. atvmrh. um, að hann bæði að fresta þessu. Síðan hefir ekki verið haldinn fundur í n., og ég því ekki heldur borið fram brtt., sem ég þó annars hefði gert, og vil ég því skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann sæi sér ekki fært að taka máið af dagskrá og fresta því þar til n. hefir tekið afstöðu til þessa atriðis.