27.10.1937
Efri deild: 12. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Fram. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Ég gat ekki orðið samferða hv. meiri hl. landbn. í þessu máli og hefi fært í sérstöku nál. ástæður mínar fyrir því.

Það er almennt álitið, að þegar milliþn. eru skipaðar til að fjalla um mál eða málsatriði, þá sé þann tíma, sem þær starfa, ekki rétt að koma með frv., sem fjalla um þau málsatriði, sem þær nefndir eiga að fjalla um og gera sínar till um, nema sérstök knýjandi nauðsyn krefji. Í þessu tilfelli er um enga slíka nauðsyn að ræða, sem gerir nauðsynlegt að koma með þetta frv. áður en till. milliþn. í bankamálum koma fram um þetta mál. Það er óumdeilt, að þetta frv. fellur undir þann verkahring, sem sú n. hefir verið að vinna í. Og að hv. flokksmenn Framsfl. líta ekki allir svo á, að ganga eigi framhjá því að fá álít milliþn. í málum eða málsatriðum, sem þær eiga að gera till. um, það sýndi sig í umr. í Nd. í gær, þar sem það var vítt af þeim eða talið óviðeigandi, að flutt var frv. um sumarvinnuskóla nú á þessu þingi, en kosin hafði verið milliþn., sem átti að fjalla um þess konar mál og gera till. sínar um þau. Það, sem þar var þá um að ræða, var algerlega sambærilegt við það mál, sem hér er um að ræða. Og hv. þdm. Nd. ýmsir litu svo á, að það ætti ekki að eiga sér stað, að svona væri tekið á málum, að káka með einstaka atriði í málum, sem milliþn. væri falið að gera ályktanir um. Ég verð líka að halda því fram, að milliþn., sem búin er að starfa í þessu máli, ætti að vera betur undirbúin til að láta álit sitt í ljós um þetta mál en meiri hluti landbn. Ég veit ekki til þess að landbn. hafi fengið neinar skýrslur í málinu. Og færi nú svo, að milliþn. álíti annað en það, sem hér er farið fram á, þá er verið að hlaupa í þessar samþ. í bili, en verður þá sennilega svo, að till. milliþn. verða samþ. og lögfestar um það leyti, sem þetta frv. kæmi til framkvæmda.

Að vísu er mál þetta einfalt, þ. e. a. s. frv er stutt. Og það var talað um, að þetta sparaði fé. Ég þrátta ekki um það. En ef á að gera frv. þetta að l. og ef dagskrártill. mín um þetta mál verður felld, þá mun ég reyna að stuðla að því, að þetta frv. verði þannig afgr., að enn meiri sparnaðar gæti en nú er í frv. En till. til breyt. á því kem ég ekki með fyrr en ég sé við þessa umr., hvort dagskrártill. mín verður felld eða ekki.

Þetta mál horfir þannig við, nú a. m. k., að ekki á að hafa að neinu störf og till. milliþn. viðkomandi þessu atriði, sem frv. fjallar um, heldur á að flýta þessu máli, sem ekki er þó nauðsyn á að hraða svo mjög. Ég geri ráð fyrir, að viðkomandi hv. milliþn. þyki hún vera nokkuð fyrir borð borin með svona málsmeðferð. Ég býst við t. d., að hv. formaður þeirrar n., 1. þm. Eyf., kunni ekki við þetta. Í þessari n. eiga enn úr öllum þingflokkum sæti. Og ef mönnum þessum er sýnt tiltrú, þá verður að treysta þessari n. og afgreiða málið a. m. k. ekki frá þinginu án þess að leita umsagnar hennar.