27.10.1937
Efri deild: 12. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Bernharð Stefánsson:

Ég vil aðeins geta þess út af þeirri rökst. dagskrá, sem fyrir liggur, að það er vitanlega alveg óvíst, að till. milliþn. í bankamálum liggi fyrir í byrjun næsta þings, eins og gert er ráð fyrir í dagskrártill. Ég segi ekkert um þetta, en ég gæti hugsað mér, að það yrði ekki fyrr en á þinginu 1939, að till. milliþn. liggi fyrir. (ÞÞ: Það stendur þarna: Gera má ráð fyrir). En mér fyndist ekkert óeðlilegt, þó að mál eins og þetta yrði sent til þeirrar n. Annars er mín aðstaða þannig, að ég mun ekki greiða atkv. um dagskrártill., þar sem ég á sæti í milliþn. Og frv. geri ég tæplega ráð fyrir að fylgja á þessu þingi.