27.11.1937
Efri deild: 37. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (643)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. minni hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég skal játa, að það kennir nokkurrar sanngirni hjá hæstv. ráðh., þegar hann fellir sig ekki við, að þetta séu fastákveðin laun bankastjóra, sem ekki lækki, þó að verðfall verði. En ef til slíks kæmi, mundi að líkindum fara fram almenn endurskoðun á launakjörum í landinu, eins og ýmsar stjórnir hafa framkvæmt, svo að brtt. kæmi ekki að sök, og sé ég því ekki ástæðu til að hverfa frá henni. Hæstv. ráðh. sagði, að ég hefði snúið við blaðinu, en það er alrangt. Ég vildi bara ekki káfa inn í verkahring n., sem hefði bankamálin til athugunar. Þess vegna er ekki ástæða til að bregða mér um eyðslusemi, enda fer hæstv. ráðh. ekki lægra en ég. Hitt er mjög sanngjarnt af hæstv. ráðh., að vilja vera sömu skoðunar og ég um síðari till., um laun gæzlustjóra.