15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

117. mál, eignarnám í Grímsey

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég vil geta þess út af því, sem hv. þm. sagði, að n. sá ekki ástæðu til þess að efast um, að oddviti Grímseyjarhrepps, sem farið hefir fram á, að þetta mál væri flutt, hefði fullt umboð hreppsnefndar til þess að gera það, því eins og menn vita, er það venja, að oddvitar annist öll bréfaviðskipti hreppsnefnda, og er því engin ástæða til þess að efast um, að hann hafi haft fullt umboð til þessa.