16.12.1937
Efri deild: 51. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (703)

100. mál, þurrmjólk í brauð o. fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Ég get verið því fylgjandi, að þessi brtt. verði samþ., þar sem ég geri ráð fyrir, að framkvæmdinni yrði hagað eins og brtt. gerir ráð fyrir, að fyrst verði teknar ákveðnar tegundir brauða, og þurrmjólk blandað í þær til reynslu. Án slíkrar reynslu yrðu lögin lítt framkvæmanleg. Brtt. útilokar hinsvegar ekki, að blanda megi þurrmjólk í allar brauðtegundir, er tímar líða, ef reynslan sýnir, að það er hentugt og framkvæmanlegt.