15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

109. mál, hafnargerð á Hofsósi

Frsm. (Bergur Jónsson) :

Sjútvn. er sammála um að leggja til, að þetta frv. verði samþ. með 3 brtt. á þskj. 366, sem eru bornar fram til að samræma frv. við önnur hafnarlög. Af þessum till. er ein veruleg efnisbreyting, 3. brtt., sem er um það, að 7. liðurinn í 10. gr. heimili að taka 2% af afla skipa og báta, sem eiga heima í kaupstöðum og annara skipa og báta, en ekki að taka greiðslu á hlut, eins og gert er ráð fyrir í frv.