09.12.1937
Neðri deild: 45. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í B-deild Alþingistíðinda. (801)

104. mál, mjólkursala og rjóma o. fl.

*Frsm. minni hl. (Pétur Ottesen):

Hv. frsm. meiri hl. gat þess í upphafi máls síns, að enginn fundur hefði verið um þetta í landbn. Þegar málið var hér til 2. umr., talaði ég um, að æskilegt væri, að leitað væri samkomulags um ýms atriði, er snerta afgreiðslu þess, og að n. héldi fund í því skyni. En það hefir atvikazt svo, að enginn fundur hefir verið haldinn hjá n. í heild, en hv. frsm. meiri hl. sýndi mér í morgun þær till., sem hann hefir borið fram, og ég sagði honum innihald till. minni hl. og jafnframt, að við hefðum ekki gengið frá þeim, því að við héldum, að landbn. mundi taka málið til meðferðar, og við vildum sjá, hver árangur yrði af því. Þetta varð þess valdandi, að brtt. komu seinna fram en ella. Hv. frsm. gat þess, að ég hefði haft mikið að athuga við þessar brtt. Það er að því leyti rétt, að brtt. miða að því að bæta úr ágalla frv. um óljósa orðun á ýmsum atriðum, einkum 1. gr. En í þeim brtt., sem hv. frsm. meiri hl. talaði um, er ekki um neinar meginbreyt. að ræða. Þó er lögð til í g-lið nokkur breyt. á ákvæði, sem nú felst í síðustu mgr. 1. gr. frv. Það er breyt., sem ég ekki samþ. og skal ekki fjölyrða um. Hin atriðin í brtt. eru ekki breyt. í raun og veru, heldur skýringar á ýmsum ákvæðum frv. Þó mætti segja, að í einu atriði — e-lið — gæti falizt nokkur breyt. Það er hér í 1. gr. frv., þar sem talað er um, að þeir, sem leggja mjólk sína í mjólkurbú til vinnslu, fá þeim mun minna verð fyrir mjólkina, sem svarar til flutningskostnaðar hennar frá því búi til sölustaðar. Þetta er skýrt svo af hv. frsm. meiri hl., að þessi munur sé flutningskostnaður á hrámjólk frá búi til sölustaðar, sem hann gizkar á, að séu 3–4 aurar á lítra. Ég held, að þegar þetta ákvæði er athugað í sambandi við annað í sama málslið, sé þetta ekki allskostar rétt. Þar stendur: „— enda sé þá flutningskostnaður vinnsluvaranna til sölustaðar innifalinn í stöðvargjaldi búsins“. M. ö. o., flutningskostnaður á unnu vörunni á að teljast með í rekstrarkostnaði búsins, og eftir því sem hann er meiri, eftir því fá menn minna fyrir mjólkina og þurfa meira verðjöfnunargjald til þess að jöfnuður fáist. Mismunurinn yrði ekki 3 aurar, heldur bara munurinn á flutningskostnaði hrámjólkurinnar og flutningskostnaði unnu varanna. Það á ekki að binda sig við þetta eingöngu, heldur á mjólkursölunefnd að ákveða flutningskostnaðinn, að hann sé sem næst raunverulegu verði, en það fer eftir því, sem litið er á á hverjum tíma.

Ég skal ekki fara út í þessar brtt., nema brtt. í g-lið í sambandi við brtt. minni hl. um svipað efni. Þess er getið í nál. minni hl., að hann geti ekki fallizt á þá hugsun, sem felst á bak við frv., nema jafnframt sé sýnd viðleitni til þess, að í framtíðinni verði það ekki til þess að valda þeim örðugleikum, sem mundu torvelda eða gera ómögulegan búrekstur þeirra, sem áður gátu flutt daglega mjólk inn á sölustaðina í Reykjavík og Hafnarfirði. En því hefir verið haldið mjög fram, að ekki sé hægt að sjá út yfir framkvæmd þessa frv., svo að ekki er hægt að fortaka neitt um, að þessi geti ekki orðið afleiðingin. En þó að sé viðurkennd þörfin á, að þeir, sem fjær búa, beri meira úr býtum en nú á sér stað, þá verður að gæta þess, að þjóðhagslega séð er ekki bætt úr þessari þörf, ef framkvæmd h hefir þær afleiðingar, að á öðrum svæðum verði menn að gefast upp við búreksturinn. Við minni hl. menn höfum borið fram brtt., sem stefna að því, að í framkvæmdinni verði reynt að sigla framhjá þessum afleiðingum. Við gerum það með brtt. okkar við 1. gr. — a-lið, þar sem við leggjum til, að aftan við 2. mgr. 1. gr. bætist: „Við ákvörðun gjaldsins skal þó tekið hæfilegt tillit til mismunandi kostnaðar við mjólkurframleiðsluna á hinum ýmsu stöðum innan verðjöfnunarsvæðis, og má aldrei hækka það svo, að ofboðið sé með því greiðslugetu framleiðenda í nokkru byggðarlagi á verðjöfnunarsvæðinu; skal um þetta stuðzt við álít og till. Búnaðarfél. Ísl.“.

Það hefir fengizt viðurkenning hjá hv. frsm. meiri hl. um það, að hann gæti gert ráð fyrir. að sú yrði afleiðingin um þessi byggðarlög, að á eftir þyrfti að gera sérstakar vandræðaráðstafanir vegna þeirra, sem l. kæmu illa niður á. Það er líka viðurkennt af formælendum málsins, að réttmætt er að taka tillit til þess, hversu ræktun hefir verið dýr sumstaðar og til þess aðstöðumunar, að sumir hafa ekki sumarbeit fyrir mjólkurpening.

Búnaðarfél. Ísl. er stofnun bændanna og hefir sérstakan kunnugleika á högum bænda. Þess vegna leggjum við til, að Búnaðarfél. Ísl. sé haft með í ráðutn. Enda er það viðurkennt af Alþ., að Búnaðarfél. Ísl. hafi hönd í bagga með ræktunarmálum og framleiðslumöguleikum.

Næst er brtt. við b-lið, og er aðeins leiðrétting á tilvitnun.

Þá kem ég að c-lið, og þar er ég kominn að þeirri brtt., sem ég minntist á áðan og sem brtt. frá hv. meiri hl. liggur hér fyrir um. Eins og þetta er nú, og tekið er fram í frv. og minnzt var á við 2. umr. málsins, þá eru það eingöngu þeir, sem framleiða mjólk í kaupstöðum eða á sölusvæðinu, sem eiga að njóta þessarar 1 eyris uppbótar á sína mjólk fyrir það lágmarksmjólkurmagn, sem þeir leggja í samsöluna yfir árið. Ég hefi bent á, að með þessu ákvæði er alls ekki hægt að ná þeim tilgangi, sem látið var skína í að ætti að ná með þessu, sem sé að auka mjólkurmagnið á vissum tíma ársins, af því að mjólkurmagnið, sem um er að ræða í kaupstöðunum, er svo lítið, að það gerir hvorki til né frá, þegar um er að ræða heildarmjólkurþörf kaupstaðanna. Nú er hér brtt. um að færa þetta út. Því er haldið óbreyttu, að kaupstaðarbúar eigi að fá þessa 1 eyris uppbót á allt sitt lágmarksmjólkurmagn yfir árið, en annarsvegar eiga aðrir framleiðendur á verðjöfnunarsvæðinu að fá 1 eyris uppbót fyrir það mjólkurmagn, sem þeir leggja inn 3 mánuði ársins, og það án tillits til þess, hvort um er að ræða mjólk, sem framleidd er á þeim svæðum, sem hafa aðstöðu til þess að senda mjólk daglega inn á sölustaðinn; því að þetta nær til allrar mjólkur, sem flutt er til samsölunnar, hvort sem hún er framleidd fyrir vestan eða austan fjall. Það sjá allir, hver geysimunur er á þessu ákvæði gagnvart mönnum, sem búa utan sölusvæðisins eða utan kaupstaðar. Þeir, sem búa í kaupstöðum, eiga að fá 1 eyri fyrir lágmarksmjólkurmagn allt árið, en þessir menn fá 1 eyri á það magn sem þeir selja 3 mánuði ársins, og þá mánuði ársins, sem þeir undir venjulegum kringumstæðum flytja minnst af mjólk til kaupstaðanna. Mér finnst þarna kenna ærins misræmis, þegar um er að ræða þau hlunnindi, sem felast í þessari 1 eyris uppbót, sem skiptist í milli framleiðenda. Ég fyrir mitt leyti vil alls ekki ganga inn á viðbót við þau hlunnindi, sem kaupstaðirnir hafa fengið og nú er verið að færa út með ákvæðum, sem hér liggja fyrir, fyrst og fremst með því, að þeir megi draga frá ½ lítra á hvern heimilismann, og í öðru lagi með brtt., sem hér liggur fyrir um það, að þeir menn, sem selt hafa til samsölunnar og orðið að borga í verðjöfnunarsjóð af 3000 árslítrum á hverja kú, þurfi ekki að borga svo mikið, heldur eins og t. d. á Akureyri ekki nema af 2700 l., og ég efast um, að það sé hærri meðalnyt hér í Reykjavík, en ég skal þó ekki fullyrða um það. Það sjá allir, að þau ákvæði, sem nú gilda í þessu efni, ern ekki ósanngjörn miðað við þau verulegu hlunnindi, sem kaupstaðirnir fá að því er þetta snertir. Við í minni hl. höfum lagt til í okkar brtt., að það sé farið með þetta á sama grundvelli, sem um langt árabil var búið að framkvæma þetta á hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem sé að fyrir það mjólkurmagn, sem framleiðendur á verðjöfnunarsvæðinu leggja inn í samsöluna og geta tryggt til sölu og selja allt árið jafnt, skal þeim greiddur 1 eyrir umfram jöfnunarverð til framleiðenda, og skuli þessi uppbót greiðast úr verðjöfnunarsjóði eftir á um áramót. Með þessu móti má ná þessum tilgangi, sem lá á bak við þetta áður og þótti reynast vel, og það er sanngjarnt, að þetta ákvæði nái til allra, sem hafa aðstöðu til þess að senda mjólk til samsölunnar, með þeim takmörkunum, sem nú eru um þetta efni.

Ég vil vænta þess, að hv. d. geri ekki upp á milli manna, hvort sem þeir framleiða mjólkina í kaupstað eða annarsstaðar á verðjöfnunarsvæðinu, þar sem annars er möguleiki fyrir því að senda daglega mjólk á sölustaðinn.[Frh.]