08.12.1937
Neðri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Gísli Guðmundsson:

Ég ætla ekki að lengja umr. um þetta mál. Hv. menntamn. flytur nokkrar brtt. við frv., sem eiga að stefna að því, að ríkið eignist safn af skólakvikmyndum, sem nota á í skólahúsum víðsvegar um landið. Ég hygg þetta sé gott mál út af fyrir sig og er hugmyndinni hlynntur, en ég get ekki fallizt á það, að n. gerir ekki ráð fyrir meir en 12% skatti á skemmtanaskattinn sem tekjur fyrir hvorttveggja þessa starfsemi, sem hefir það í för með sér, að tekjur lestrarfélaga lækka niður í 8% úr 10%, sem þær voru eftir frv. mínu. Þess vegna hefi ég leyft mér að bera fram brtt. við brtt. um það, að álagið á skemmtanaskattinn verði hækkað upp í 15%, og gangi þá 10% af þessu til lestrarfélaganna, en 5% til kennslukvikmynda, eða ? af þessu. Eins og hv. dm. hafa heyrt, þá var form. menntn. með því, að þessi brtt. væri samþ., og vænti ég því, að hún nái samþykki hv. d.