20.12.1937
Efri deild: 53. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (881)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vildi vekja athygli bv. nm., sem frv. fá til meðferðar, á því, að í sumum lestrarfélögum hér á landi eru engir félagsmenn, sem iðgjöld greiða, heldur á hreppurinn félagið og leggur fram fé, sem bækur eru keyptar fyrir eftir till. stj., sem hreppsnefnd tilnefnir. Tel ég því ekki hægt að komast hjá að veita nokkurn styrk í þessu skyni. Þessi félög geta verið eins vel rekin og bóklestur á þeirra vegum komið að eins góðu gagni, þó að fyrirkomulagið sé svona, eins og ég hefi sagt frá. Að öðrum kosti er ekki annað fyrir lestrarfélögin að gera en að breyta um fyrirkomulag, þannig að verði fastir félagar, er greiði árgjöld.